Sumarfrístund - starfsmenn

Fréttir 06.03.2023
Reykholtsskóli Við óskum eftir að ráða starfsmenn til starfa í sumarfrístund sem til stendur að starfrækja við Reykholtsskóla í sumar. Sumarfrístund er ætluð börnum á yngsta stigi grunnskóla í júní og ágúst. Nánar tiltekið er starfstími frá 8. til 30. júní og frá 8. til 18. ágúst. Möguleiki kann að vera  á starfi við vinnuskóla sveitarfélagsins í júlí, ef óskað er. Um er að ræða starf umsjónarmanns sumarfrístundar og frístundaleiðbeinanda í tveimur 100% störfum. Næsti yfirmaður er skólastjóri Reykholtsskóla. Umsækjendur þurfa að hafa:
  • menntun eða reynslu af störfum með börnum,
  • búa yfir frumkvæði og vera sjálfstæðir í starfi,
  • búa yfir góðum samskiptahæfileikum, sveigjanleika og samstarfsvilja.
  • Umsjónarmaður þarf að geta sinnt verkstjórn og skipulagt starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.   Störfin hentar einstaklingum óháð kyni. Umsóknarfrestur er til 28. mars 2023. Nánari upplýsingar veitir Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri, í síma 847 5353. Umsókn ásamt fylgigögnum skal send á netfangið lbj@reykholtsskoli.is. Reykholtsskóli