Starfsmaður við félagsstarf aldraðra

Fréttir 16.03.2023
Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf starfsmanns við félagsstarf aldraðra. Um er að ræða starf með félögum eldri borgara í Bláskógabyggð, aðstoð við skipulagningu félagsstarfs í samráði og samstarfi við stjórnir félaganna og starf með samráðshópi um málefni aldraðra í Bláskógabyggð. Tvö félög eldri borgara starfa í Bláskógabyggð, 60 plús í Laugardal og Félag eldri borgara í Biskupstungum. Aðalstarfsstöð er í Bergholti í Reykholti, en félög eldri borgara stunda félagsstarf þar og á Laugarvatni. Helstu verkefni: ? Tekur þátt í skipulagningu og undirbúningi félagsstarfs. ? Aðstoðar við framkvæmd félagsstarfs. ? Situr fundi samráðshóps um málefni aldraðra. ? Samskipti og samstarf við formenn og stjórnir félaga eldri borgara. Menntunar- og hæfniskröfur: ? Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. ? Góð færni í mannlegum samskiptum. ? Frumkvæði, stundvísi, sveigjanleiki og samstarfsvilji Um er að ræða 20% starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2023. Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk. Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, á netfangið asta@blaskogabyggd.is.