Starfsmaður framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar

Fréttir 14.06.2023
Bláskógabyggð auglýsir stöðu starfsmanns framkvæmda- og veitusviðs  lausa til umsóknar. Undir framkvæmda- og veitusvið heyra m.a. fasteignir sveitarfélagsins og gatnakerfi, vatns-, hita- og fráveita, ljósleiðari, umhverfis- og hreinlætismál, auk reksturs þjónustumiðstöðvar o.fl. Leitað er að jákvæðum og áhugasömum starfsmanni sem getur starfað sjálfstætt. Um er að ræða 100% starf. Meginverkefni:
  • Verkefni sem snúa að verklegum framkvæmdum, svo sem undirbúningi nýframkvæmda, umsjón og verkeftirliti.
  • Utanumhald, undirbúningur og aðstoð við framkvæmd viðhaldsverkefna.
  • Aðstoð við áætlanagerð, innkaup og útboð.
  • Umsjón með fráveitumannvirkjum/hreinsistöðvum.
Menntunar og hæfniskröfur:
  • Iðn- og/eða tæknimenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Reynsla af viðhalds- og framkvæmdamálum.
  • Þekking á áætlanagerð, s.s. viðhalds-,  verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð er kostur.
  • Ökuréttindi.
  • Stundvísi og reglusemi.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góð yfirsýn.
  • Nákvæmni og skilvirkni í starfi.
  • Góða almenna tölvukunnátta.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.  Umsóknarfrestur er til og með 28. júní n.k.  Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.   Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skulu berast til sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, Kristófers A. Tómassonar, á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is, sem veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 480-3000.