Starfsmaður Framkvæmda- og veitusviðs.

Fréttir 24.05.2016

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir starf starfsmanns Framkvæmda- og veitusviðs laust til umsóknar. Bláskógabyggð leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi og við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið.

Meginverkefni:

 
    1. Verkefni sem snúa að verklegum framkvæmdum s.s. tæknivinna, viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir. Aðstoða við framkvæmd viðhaldsverkefna m.m.
    2. Verkefni sem snúa að starfi á skrifstofu, s.s. áætlanavinna og aðstoða við gerð útboða m.m.

Hæfniskröfur:

 
    • Menntun starfsmanns skal vera iðnaðar og/eða tæknimenntun.
    • Stundvísi og reglusemi og færni í almennum samskiptum, en mikil áhersla er lögð á góða þjónustu hjá Bláskógabyggð.
    • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð góð yfirsýn.
    • Nákvæmni og skilvirkni í starfi.
    • Krafa um góða almenna tölvukunnátta.
    • Hafi skilning og þekkingu á áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð.
 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður starfsmanns er sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs.

Umsóknum skal skila inn til skrifstofu Bláskógabyggðar fyrir 10. júní 2016, en hún er staðsett í Aratungu, Reykholti, 801 Selfoss.

Upplýsingar veitir Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri (860-4440) netfang: bjarni@blaskogabyggd.is, sími skrifstofu Bláskógabyggðar er 480-3000.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.