Starf í boði frá 1.maí til 1. september 2018
Fréttir
04.04.2018
Íþróttamannvirki á Laugarvatni auglýsa eftir starfsmanni sem hefur það að meginstarfi að sjá um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar tímabundið fram á haust þ.e. frá 1. maí til 1. september. Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur íþróttamiðstöðvarinnar
- Bókanir á aðstöðu og móttaka hópa
- Þrif og frágangur íþróttamiðstöðvarinnar
- Menntun sem nýtist starfi.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Viðkomandi þarf að hafa einhverja reynslu af rekstri sem felur í sér bókanir og móttöku gesta.
- Viðkomandi hafi reynslu af skipulagningu á íþrótta- og æskulýðsstarfi.
- Reynsla af stjórnun og leiðtogahæfni æskileg.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur.