Staða umsjónarkennara á unglingastigi
Fréttir
31.05.2017
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kennsluréttindi á grunnskólastigi.
- Ánægja af að vinna með unglingum og áhugi á skólaþróun.
- Hugsanlegar kennslugreinar náttúrufræði, íslenska og enska.
Áherslur skólans eru á teymiskennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Æskilegt er að umsækjendur kunni skil á ART þjálfun og hafi ánægju af nánu samstarfi við aðra.
Í Bláskógaskóla í Reykholti eru tæplega 80 nemendur í 1.-10. bekk.
Umsækjendur þurfa að skila sakavottorði.
Laun eru skv. kjarasamningi KÍ og LN.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Hreinsdóttir, skólastjóri, í síma 480 3020 og 898 5642 eða í tölvupósti á netfanginu reykholt@blaskogaskoli.is.
Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 11. júní 2017.