Staða skólastjóra Flúðaskóla á Flúðum
Fréttir
08.04.2019
Staða skólastjóra við Flúðaskóla er laus til umsóknar frá og með næsta skólaári.
Flúðaskóli er staðsettur í þéttbýliskjarnanum á Flúðum í Hrunamannahreppi.
Óskað er eftir metnaðarfullum og áhugasömum leiðtoga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu.
- Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans.
- Bera ábyrgð á starfsmannamálum.
- Vinna að framvindu og þróun í starfi skólans.
- Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
- Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennsluslufræða og/eða farsæl stjórnunarreynsla.
- Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlunargerð.
- Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs.
- Reynsla í fjármálastjórnun kostur.