Staða húsvarðar á Framkvæmda- og veitusviði

Fréttir 04.05.2021

Starfsmaður Framkvæmda- og veitusviðs

  Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir stöðu húsvarðar á Framkvæmda- og veitusviði  lausa til umsóknar. Starfsstöð er í Aratungu, Reykholti. Bláskógabyggð leggur áherslu á að veita góða þjónustu og leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Við hvetjum einstaklinga óháð kyni til að sækja um starfið. Meginverkefni:
  • Verkefni sem snúa að húsvörslu og eftirliti með eignum Bláskógabyggðar.
  • Viðhalds- og framkæmdaverkefni sem falla undir Framkvæmda- og veitusvið.
Menntunar og hæfniskröfur:
  • Iðnmenntun sem nýtist starfi
  • Reynsla af viðhaldi húsnæðis. Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Stundvísi og reglusemi og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð yfirsýn.
  • Nákvæmni og skilvirkni í starfi.
  • Þekking á lögum og reglugerðum sem tengjast verksviði starfsmanns.
  Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2021 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is merkt ?húsvörður 2021?.