Sparkvellir í Reykholti og Laugarvatni

Fréttir 24.01.2007
Samningur milli KSÍ og Bláskógabyggðar um byggingu sparkvalla í Reykholti og á Laugarvatni. Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru lagðir fram samningar, milli Bláskógabyggðar og KSÍ, um byggingu sparkvalla með gervigrasi í Reykholti og á Laugarvatni.  Samkvæmt samningunum skulu vellirnir vera fullbyggðir fyrir 15. október 2007. Á fundi byggðaráðs þann 31. janúar 2006 var samþykkt að sækja um tvo sparkvelli til KSÍ og var þá jafnframt bókað: ?Byggðaráð leggur áherslu á að samstarf takist um verkefnið með fyrirtækjum, foreldrafélögum skólanna og ungmennafélögum?.  Í samræmi við bókunina var æskulýðsnefnd falið að boða til fundar alla þá sem að uppbyggingu vallanna get komið.  Mikilvægt er að vel takist til með verkefnið og gott samstarf við fyrrnefnda aðila verði að veruleika.