Sorphirðumál

Fréttir 21.11.2016
Elsku sveitungar   Um þarsíðustu helgi var grænu tunnunum dreift á íbúa sem áður voru búin að fá kynningarbækling um hvernig við ætlum að flokka.   Ekki náðist að dreifa tunnum á alla íbúana en það ætti að nást á allra næstu dögum.   Þessu fylgir nýtt sorphirðudagatal sem hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins.   Þegar verið er að breyta í nýtt fyrirkomulag verða óhjákvæmilega einhverjir hnökrar. Einn af þeim er að aðlagast nýju sorphirðudagatali og líklegt að meira verði í grátunnunni fyrst um sinn á meðan við erum að venjast því að flokka plastið frá.   http://www.blaskogabyggd.is/wp-content/uploads/2015/05/Sorphirðudagatal-2016-2017..pdf