Sorphirðing ? tafir
Fréttir
04.01.2017
Þann 29 des. þurfti ruslabíllinn frá að hverfa vegna veðurs.
Í dag og í gær hefur Gámaþjónustan verið að reyna ná í skottið á sér varðandi tæmingar og biðjast velvirðingar á því ónæði sem af þessu hefur skapast.
Hvet alla til að kynna sér sorphirðudagatalið á heimasíðu Bláskógabyggðar sem og aðrar tilkynningar.
Ef misbrestur verður á losun þá endilega látið mig vita. Hægt er að senda mér einkaskilaboð hér, tölvupóst bjarni@blaskogabyggd.is eða bara hringja í síma 860-4440
Tek vel á móti uppbyggilegri gagnrýni og athugasemdum.
Kveðja
Bjarni D. Daníelsson
Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs
Bláskógabyggðar