Sorphirða
Fréttir
15.01.2014
FRÉTTATILKYNNING
Reykholti, 15. janúar 2014
Sorphirða hefur ekki gengið snuðrulaust nú um hátíðarnar. Skýringar þjónustuaðilans eru þær að í ófærðinni/hálkunni sem var á sorphirðutímabili desembermánaðar og fram í janúar, hafi aðstæður verið þannig að sorpbíllinn hafi ítrekað farið útaf vegna hálku. Þjónustuaðilinn kvartaði undan því að á nokkrum lögbýlum væru heimreiðar ófærar fyrir sorpbílinn. Sorpbíllinn er vel dekkjaður segir þjónustuaðilinn.
Haft var samband við þjónustuaðilann vegna kvartana sem bárust, og upplýsti hann að allri
sorphirðu tímabilsins ljúki í dag.
Bláskógabyggð lét sanda byggðakjarna sveitafélagsins nokkrum sinnum á þessu tímabili. Mælst er til þess að einkaaðilar haldi heimreiðum sínum færum, þannig að sorpbílinn nái að sinna þjónustuhlutverki sínu.
Virðingarfyllst,
Kristinn J. Gíslason
Sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs
Bláskógabyggðar