Snjómokstur í Bláskógabyggð

Fréttir 14.02.2018
Í ljósi mikilla snjóalaga og ófærðar í Bláskógabyggð í dag hefur sveitarstjórn tekið þá ákvörðun að bregðast við þessum aðstæðum með því að moka heim að öllum bæjum í sveitarfélaginu þar sem föst búseta er. Hafist verður handa við snjómokstur þegar veður hefur gengið niður en einhvern tíma gæti tekið að klára verkið. Allar ábendingar og fyrirspurnir berist til Bjarna Daníelssonar, sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar, í síma 860-4440 eða á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is.