Slökkvitækjaþjónusta

Fréttir 18.03.2024
Slökkvitækjaþjónusta Suðurlands ehf, Árvegi 1, Selfossi, veitir íbúum í dreifbýli þjónustu í forvarnaskyni skv. sérstökum samningi við Brunavarnir Árnessýslu.
Íbúar með lögheimili í íbúðarhúsum í dreifbýli í Árnessýslu greiða ekki fyrir yfirferð á slökkvitækjum heimilisins. Þessir íbúar fá einnig rafhlöður í reykskynjara í íbúðarhús sín endurgjaldslaust.
Íbúar greiða sjálfir fyrir nýkaup á búnaði og þjónustu vegna annarra slökkvitækja og búnaðar, t.d. í útihús, hús sem leigð eru út til atvinnurekstrar, bifreiðar o.þ.h.