Skógardagur í Laugarvatnsskógi 11. maí 2018

Fréttir 08.05.2018
Þann 11. maí n.k. kl. 11:30 verður viðburður haldinn á Laugarvatni í tengslum við Fullveldishátíð okkar íslendinga. Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu viðburðarins https://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/frafraei-til-nytjaskogar-a-fullveldistima en þar segir meðal annars: ?Skógardagur verður haldinn í Laugarvatnsskógi 11. maí í vor, tileinkaður 100 ára fullveldi Íslendinga. Í Laugarvatnsskógi hefur Skógræktin ásamt heimafólki, skólum á staðnum og fleirum starfað að skógarfriðun og skógrækt allan fullveldistímann og því er þessi staður valinn til hátíðarhalda í tilefni fullveldisafmælisins. Svæðið hefur breyst úr berangri með lágvöxnu kjarri í blómlega skóga. Á skógardeginum verða gróðursett 100 úrvalstré í nýjan Fullveldislund og nýtt bálhús með snyrtingum tekið formlega í notkun. Bálhúsið er nær eingöngu byggt úr íslenskum viði af trjám sem uxu upp á Suðurlandi á fullveldistímanum. Verkefnið er samstarfsverkefni Skógræktarinnar, Bláskógabyggðar og skóla í sveitarfélaginu.? Allir eru velkomnir í Laugarvatnsskóg föstudaginn 11. maí kl. 11:30. Undirbúningshópurin