Skipulagsauglýsing
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi skipulagslýsingar og tillögur vegna breytinga á aðalskipulagsáætlunum:
- Stórholt 2 L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2406093
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7. ágúst 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til umsóknar um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna Stórholts 2 L236857 í landi Úteyjar 1. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha.
2. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Minni-Ólafsvellir; Aðalskipulagsbreyting – 2310031
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. ágúst 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem nær yfir hluta Minni-Ólafsvalla L166482. Gert er ráð fyrir að hluta landbúnaðarsvæðis er breytt í íbúðarbyggð og verslunar- og þjónustusvæði. Heimilt er að vera með íbúðarhús og gestahús með gistingu fyrir allt að 70 gesti. Einnig er heimilt að vera með ýmiss konar afþreyingu, einkum tengda hestum. Fyrir er á Minni-Ólafsvöllum íbúðarhús, skemma og geymsluhúsnæði og verður áfram heimiluð föst búseta.
3. Holtamannaafréttur L221893; Sigöldustöð; Efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2405114
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2024 að kynna tillögu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032. Með breytingunni felst að skilgreint verði nýtt efnistökusvæði við aðrennslisskurð Sigöldustöðvar. Efni hefur verið tekið af svæðinu við framkvæmdir tengdar virkjunum og vatnsmiðlun, en náman er ekki á skipulagi. Efni úr námunni verður einkum nýtt við framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Sigöldustöðvar. Stærð efnistökusvæðis verður um 1 ha og heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni. Umsagnir bárust við kynningu skipulagslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:
4. Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag – 2405119
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2024 að kynna tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
5. Vorsabær 1 lóð L192936; Fjórar smábýlalóðir; Deiliskipulag – 2406070
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. ágúst 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til landskika úr lendum Vorsabæjar 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Stærð skipulagssvæðisins er um 18 hektarar. Svæðið liggur vestan við bæjartorfu Vorsabæjar og afmarkast að norðanverðu af Fjallsvegi. Aðliggjandi eru skikar úr lendum Vorsabæjar 1 og 2. Á skikanum eru afmarkaðar fjórar smábýlalóðir þar sem heimilt verður að stofna lögbýli, byggja upp bæjartorfu og stunda hvern þann búskap sem heimilt er á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins.
6. Ás 3 II-3land L204644; Skilgreining lóðar; Deiliskipulag – 2405084
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lands Áss 3 II-3land L204644. Tillagan tekur til um 2,3 ha lands þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, gestahúss, bílskúrs og geymsluskúrs.
7. Kálfholt L1.b L208177; Skipting lóðar í 6 búgarða; Deiliskipulag – 2309073
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags fyrir jörðina Kálfholt L1.b L208177 í Ásahreppi eftir kynningu. Gert er ráð fyrir að skipta upprunajörðinni upp í sex búgarða, 10 - 13 ha að stærð. Á hverjum búgarði verði heimild til að byggja íbúðar- og útihús.
8. Vaðnesvegur 2 L169743; Vaðnesvegur 2A og 2B, skilgreining frístundalóða; Deiliskipulag – 2407023
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Vaðnesvegar 2. Í deiliskipulaginu felst að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir, 2A og 2B, sem verða 15.050 fm og 23.706 fm að stærð. Á lóð 2B er skráð sumarhús í dag ásamt geymslu. Auk frístundahúss er heimilt að byggja aukahús auk geymslu að 15 fm á lóðunum. Nýtingarhlutfall lóða skal ekki fara umfram 0,03.
9. Miðdalskot L167643; Deiliskipulagsbreyting – 2405020
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7. ágúst 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Miðdalskots í Bláskógabyggð. Í breytingunum felst að gert verði ráð fyrir að um byggingareit, sem í gildandi deiliskipulagi er merktur nr. 1, verði skilgreind 2.564 fm lóð, Miðdalskot 1. Stærð byggingareits er um 1.300 fm og byggingaheimild innan hans verða óbreyttar. Á reitnum/lóðinni hefur þegar verið reist íbúðarhús (164,4 m²) byggt 2003 og bílskúr (63,0 m²) byggður 2016. Ennfremur er gert ráð fyrir nýrri 16.076 fm lóð merkt nr. 7 þar sem gert er ráð fyrir að reist verði allt að fimm hús undir gistiaðstöðu (ferðaþjónustu) og starfsemi því tengt. Húsin mega vera allt að 100 fm hvert. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara yfir 500 fm og gistirúm mega vera allt að 30. Mænishæð húsa á lóðinni, frá jörðu skal ekki vera meiri en 6 m frá botnplötu. Þakhalli má vera 0 - 45 gráður. Að auki eru gerðar lítilsháttar breytingar á vegakerfi svæðisins.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.asahreppur.is/ , www.blaskogabyggd.is/ , www.gogg.is og www.skeidgnup.is.
Mál 1 – 4 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 29. ágúst 2024 með athugasemdafresti til og með 20. september 2024.
Mál 5 – 9 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 29. ágúst 2024 með athugasemdafresti til og með 11. október 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU