Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. auglýsir eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar

Fréttir 09.06.2015
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa: Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa starfar með byggingarfulltrúa við alla almenna meðferð byggingarmála samkvæmt mannvirkjalögum og byggingarreglugerð, svo sem við yfirferð teikninga og úttektir. Hæfniskröfur eru háskólapróf á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða byggingarfræði og góð almenn tölvukunnátta. Reynsla af sambærilegum störfum og / eða við hönnun bygginga er æskileg. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.   Skipulag- og byggingafulltrúi Uppsveita bs. er staðsett á Laugarvatni og þjónar sveitarfélögunum Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. Umsóknir skulu berast embættinu að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni, fyrir lok dags 19. júní n.k. Nánari upplýsingar um starfið veita Helgi Kjartansson byggingafulltrúi (helgi@sudurland.is) og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi (petur@sudurland.is) í síma 486 1145 milli kl. 9 og 12 alla virka daga.