Samningar við UMFL og UMFB

Fréttir 18.08.2022
Bláskógabyggð hefur gengið frá samningum við Ungmennafélag Biskupstungna og Ungmennafélag Laugæla um eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í sveitarfélaginu. Með samningunum er m.a. kveðið á um fasta styrki til reksturs og eflingar barna- og ungmennastarfs. Einnig fá ungmennafélögin aðgang að öllum íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins fyrir deildir sínar til íþróttaiðkunar. Þá tryggir sveitarfélagið börn sem búsett eru í sveitarfélaginu og stunda íþróttastarf á vegum félaganna. Á myndunum eru Helgi Kjartansson, oddviti, og Oddur Bjarni Bjarnason, formaður UMFB við undirritun samnings sl. vor og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Elías Bergmann Jóhannsson, formaður UMFL við undirritun samnings.