Samið við Sjóvá um tryggingar

Fréttir 24.01.2020
Bláskógabyggð hefur samið við Sjóvá um vátryggingar fyrir sveitarfélagið. Samningurinn er gerður að undangenginni verðkönnun, þar sem Sjóvá átti hagstæðasta boð, og ákvað sveitarstjórn að taka tilboðinu og gera samning til 3ja ára. Tryggingaiðgjöldin lækka lítið eitt á milli ára, þrátt fyrir að aukið hafi verið við tryggingaverndina. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, og Guðjóns Bjarna Hálfdánarsonar, útibússtjóra Sjóvár, á samningnum.