Samið um sorpþjónustu
Fréttir
24.06.2009
Þann 16. júní skrifuðu sveitarstjórar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps undir samning við Gámaþjónustuna um sorphirðu í sveitarfélögunum næstu sex árin, eða frá 1. september 2009 til 31. ágúst 2015. Öll heimili á svæðinu verða m.a. tunnuvædd og þremur vöktuðum gámasvæðum verður komið upp frá og með 1. október nk . Samningurinn kostar sveitarfélögin 227 millj. kr.
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskriftina, f.v. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Benóný Ólafsson, forstjóri Gámaþjónustunnar og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Grímsnes- og
Grafningshrepps.
Niðurstaða útboðs á sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðið verk:
1. Gísli Þ. Einarsson 490.454.000
2. Gámaþjónustan hf. 227.822.826
3. Íslenska gámafélagið ehf. 285.310.200
4. GT Gámar ehf. 299.359.050
Kostnaðaráætlun verkkaupa 380.176.431