Sálfræðingur óskast til starfa
Fréttir
26.05.2015
Staða sálfræðings hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar. Starfið er hvort tveggja á sviði skólaþjónustu og félagsþjónustu. Aðsetur þjónustunnar er í Hveragerði.
Starfssvið sálfræðings
- Ráðgjöf til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.
- Forvarnarstarf með áherslu á sjálfbærni skólanna við lausn mála sem upp koma.
- Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf og eftirfylgd mála.
- Fræðsla og námskeið fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla.
- Ráðgjöf og meðferð fyrir fjölskyldur og börn sem njóta þjónustu barnaverndar.
- Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Færni í samskiptum
- Hæfni í þverfaglegu samstarfi