Sagnakvöld Upplits 19. janúar kl 20:30

Fréttir 13.01.2012

 Janúarviðburður Upplits í Félagsheimilinu á Flúðum fimmtudagskvöldið 19. janúar ?Mér er líka skemmt? Sagnakvöld með tónlistarívafi ?Mér er líka skemmt? er yfirskrift sagnakvölds Upplits í Félagsheimilinu á Flúðum fimmtudagskvöldið 19. janúar kl. 20.30. Þá mun sagnamaðurinn Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti segja skemmtisögur af eftirminnilegu fólki, lífs og liðnu ? og undanskilur hann þar ekki sjálfan sig. Jóhannes rifjar upp orð og atvik úr lífi fólks í uppsveitum Árnessýslu á borð við Brynjólf Melsteð, Sigurð Greipsson, Imbu Sveins, Sigurð í Hvítárholti, sr. Sveinbjörn í Hruna, Böðvar Magnússon á Laugarvatni og marga fleiri. Gestur Jóhannesar á sagnakvöldinu verður Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann les upp úr nýútkominni ævisögu sinni, þar sem m.a. koma við sögu nokkrar af þeim persónum sem Jóhannes segir frá ? og svo er aldrei að vita nema Sigurður kveði  nokkrar rímnastemmur. Loks leika tvær ungar stúlkur, þær Jóhanna Rut Gunnarsdóttir og Ninna Ýr Sigurðardóttir, saman á fiðlu og píanó. Þær spila einnig einnig hvor í sínu lagi, Jóhanna Rut á fiðlu og Ninna Ýr á píanó. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!