Rúlluplast
Fréttir
15.03.2018
Rúlluplast verður tekið hjá þeim bændum sem vilja 20. mars 2018. Vinsamlegast látið vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-3000 eða í tölvupósti á gudrunh@blaskogabyggd.is. Einnig er hægt að hafa fasta mánuði hjá þeim bændum sem það vilja. Komudagar rúlluplastsbíls verða auglýstir í Bláskógafréttum og á heimasíðu Bláskógabyggðar http://www.blaskogabyggd.is/ Ef bændur vilja fá senda tilkynningu um komudaga í tölvupósti vinsamlegast látið vita.
Ágætu bændur
Nú er verið að endurskoða hirðingu á rúlluplasti hjá bændum.
Við höfum verið í viðræðum við Gámaþjónustuna og eftirfarandi eru minnispunktar úr þeim viðræðum:
- Rúlluplast tekið á 6 vikna fresti, jafnvel örar hjá þeim sem eru með mikið rúlluplast.
- Stærri notendur leigi gáma undir plastið sem auðveldar aðgengi og losun.(sama fyrirkomulag og í Rangárvallasýslu og hefur gefist mjög vel)
- Aðrir notendur safni rúlluplastinu sínu í kar og baggar frá þeim geymdir á aðgengilegum stað.