Röskun á starfsemi Bláskógabyggðar

Fréttir 05.02.2025

Appelsínugular og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á Suðurlandi á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Viðvaranir taka gildi kl. 06:00 og falla úr gildi kl. 13:00. Þá hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun.

Af þeim sökum verður röskun á starfsemi Bláskógabyggðar sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar:

  • Leik- og grunnskólar og frístund verða lokuð allan daginn.
  • Mötuneyti Bláskógabyggðar í Aratungu verður lokað og matur verður ekki keyrður heim til eldri borgara.
  • Gámsvæði verða lokuð.
  • Íþróttahús og sundlaugar opna kl. 15 á Laugarvatni og kl. 16 í Reykholti.
  • Skrifstofa Bláskógabyggðar verður lokuð, en tölvupósti verður svarað og unnt er að ná í Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, í síma 891 8991, og Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs í síma 860 4440.

Í dag, miðvikudag, loka íþróttamannvirki kl. 16:00.

Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Hringja skal í 112 ef þörf er á aðstoð.