Röskun á skólahaldi

Fréttir 04.02.2025

Veðurspá er afar slæm fyrir næstu daga. Á morgun, miðvikudag, er gert ráð fyrir að taki að hvessa verulega um hádegisbil með mikilli úrkomu og hiti verði um og rétt yfir frostmarki. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að skólahald í leik- og grunnskólum Bláskógabyggðar verði fellt niður frá kl. 12 og skólabílar haldi þá heim. Foreldrar fá tölvupóst frá leik- og grunnskólum.

Veðurspá fyrir fimmtudaginn er einnig afar slæm og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá skólunum.