Rómans til Rokks
Fréttir
16.11.2010
Föstudagskvöldið 19. nóvember munu Bjarnabófarnir flytja dægurlög frá árunum 1940-1970.
Tímabilið einkenndist af rómantík eftirstríðsáranna og rokkið var rétt að byrja.
Hvaðan koma þessi lög, hverjir fluttu þau og afhverju hafa þau fylgt okkur svo lengi sem raun ber vitni?
Á dagskránni eru lög eins og Rökkurró, Fjórir kátir þrestir, Lóa litla á Brú og svo mætti lengi telja.
Bjarnabófarnir er 9 manna fjölskylduband með ströngum inntökuskilyrðum en þau eru að vera skilgetið barn, barnabarn eða tengdabarn Bjarna Helgasonar frá Borgarholti í Stokkseyrahreppi ,
finnast ekkert skemmtilegra en koma saman til að spila og syngja og að taka sig ekki of hátíðlega!
Verkefnið er styrkt af Menningaráði Suðurlands.
Tónleikarnir verða haldnir í Rauða húsinu á Eyrarbakka, föstudagskvöldið 19. nóvember, kl. 21:30.
Aðgangur er ókeypis.