Regína Rósa Harðardóttir ráðin skólastjóri leikskólans Álfaborgar
Fréttir
18.06.2015
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ráðið Regínu Rósu Harðardóttur í stöðu skólastjóra leikskólans Álfaborgar, Reykholti. Regína lauk B.Ed. prófi í leikskólafræðum árið 2005 og árið 2012 lauk hún MA prófi í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana hjá Háskólanum Akureyri.
Undanfarin 3 ár hefur Regína starfað sem deildarstjóri 5 ára deildar hjá Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Árin 2008 - 2011 var hún leikskólastjóri við Heilsuleikskólann Háleiti, Ásbrú.
Regína Rósa mun taka við stöðu leikskólastjóra Álfaborgar þann 1. ágúst n.k. Við bjóðum hana velkomna til starfa hjá Bláskógabyggð.