Qigong lífsorkan ? alhliða heilsuefling og gleði í Félagsheimilinu Árnesi laugardaginn 15. febrúar

Fréttir 10.02.2020

Öflug heilsuefling fyrir konur og karla

Qi (Chi) er lífsorkan í öllu sem lifir, tengist himni og jörð. Qigong æfingar hafa verið iðkaðar í Kína til heilsubótar í yfir 5.000 ár. Æfingarnar eru sérstaklega heilsueflandi vegna þess að þær opna betur á orkubrautir líkamans, losa um spennu og næra og styrkja hverja frumu líkamans. Þær minnka líkur á kvíða og kulnun ? sterk núvitund.   Í dag er lögð áhersla á að almenningur stundi Qigong til að viðhalda góðri heilsu, létta á kostnaðarsömu heilbrigðiskerfi og á sjúkrahúsum eru æfingarnar notaðar til lækninga. Æfingar, hugleiðsla og heilun hafa sérstaklega góð áhrif á innri starfsemi líkamans, byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn.   Þorvaldur Ingi Jónsson kennir afar heilsubætandi Qigong æfingar sem allir geta gert. Hann hefur undanfarin ár haldið yfir 30 Qigong námskeið, leitt lífsorkuæfingar og sótt námskeið hjá mörgum Qigong meisturum.   Umsögn frú Vigdísar Finnbogadóttur fv. forseta sem hefur stundað Qigong frá árinu 1994: Þorvaldur Inga býr yfir einstakri hæfni til að stjórna Qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu. Námskeiðið verður frá kl. 13:00 til 17:00 ? 2.000 kr. greitt á staðnum og kaffi fylgir. Frekari upplýsingar veitir Rosemarie Brynhildur í síma 861 7013. Ekki hika við að mæta og njóta ? hjartanlega velkomin/n.