Plastlaus september

Fréttir 05.09.2018
Í september á hverju ári fer fram árvekniátakið Plastlaus september. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Hver Íslendingur skilur eftir sig um 40 kíló af úrgangi umbúðaplasts á ári. Í gegnum verkefnið Umhverfis Suðurland vinna sveitarfélög á Suðurlandi að margvíslegum verkefnum sem tengjast hreinsun umhverfis og hvatningu til aukinnar flokkunar og endurvinnslu. Árvekniátakið Plastlaus september er eitt þessara verkefna og eru íbúar hvattir til að leita leiða til að minnka plastnotkun þar sem það er mögulegt. Jafnframt eru íbúar hvattir til að nýta sér lengda opnun gámasvæðanna þriggja sem tók gildi 1. september sl.