Öryggismál í Aratungu tekin í gegn

Fréttir 01.01.2007
Byggðaráð Bláskógabyggðar og fulltrúar Kvenfélags Biskupstungna, Umf.Biskupstungna og Margrét Oddsdóttir voru sammála um á síðasta fundi ráðsins að leggja áherslu á að farið verði í aðgerðir sem lúta að öryggismálum í félagsheimilinu Aratungu þannig að hægt verði að taka á móti 300 manns í húsið. Farið er fram á að tekið verði tillit til kostnaðar við þetta verkefni í gerð fjárhagsáætlana Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2007.  Einnig telja aðilar að afar nauðsynlegt sé að hugað verði að aðgerðum vegna viðhalds hússins og því beint til eignarsjóðs Bláskógabyggðar að setja upp áætlun um tímasetningu viðhaldaaðgerða. Þetta kom fram á síðasta fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar. Frétt úr Dagskránni.