Öryggis- og fjarskiptabúnaður á Bláfell

Fréttir 05.10.2006
Neyðarlínan hf (112) hefur sótt um leyfi til þess að setja upp nýjan öryggis- og fjarskiptabúnað á Bláfell í tengslum við fjarskiptahús sem þar er.  Með uppsetningu þessa nýja búnaðar er gert ráð fyrir að unnt verið að koma svæðinu í GSM samband um leið og langdrægu öryggis- og neyðarfjarskiptakerfinu TETRA verði komið fyrir.  Uppsetning þessa búnaðar mun stórauka öryggi ferðamanna sem fara um þetta landsvæði.