Orkusalan gaf hleðslustöð fyrir rafbíla

Fréttir 24.11.2016
Orkusalan kom færandi hendi í dag en hún hefur ákveðið að gefa öllum sveitafélögum á landinu hleðslustöð fyrir rafbíla. Á myndinni er Friðrik Valdimar Árnason frá Orkusölunni að afhenda Valtý Valtýssyni sveitarstjóra Bláskógabyggðar hleðslustöðina.   Í fréttatilkynningu Orkusölunnar segir að með framtakinu er ætlun fyrirtækisins að gera rafbílaeigendum það auðveldara að ferðast um landið en hingað til hafi það verið illmögulegt vegna fárra hleðslustöðva á Íslandi. Hafliði Ingason, sölustjóri Orkusölunnar, segir að með þessu sé fyrirtækið að ýta mikilvægum bolta af stað, sýna samfélagslega ábyrgð og skila þannig sínu í innviði landsins.