Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni 5. apríl - Niður úr fílabeinsturninum: Hvað geta rannsóknir gert fyrir íslensk sveitarfélög á 21. öldinni?

Fréttir 27.03.2019
Föstudaginn 5. apríl næstkomandi milli kl 15:00 ? 17:00 í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni. Ávarp flytur Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála. Gestafyrirlesarar eru Colin Copus, emeritus prófessor við De Montfort háskóla í Leicester og Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Þau munu fjalla um hvers vegna það er mikilvægt að rannsóknir séu ekki stundaðar í einangruðum fílabeinsturnum og hvaða máli rannsóknir skipta fyrir eflingu sveitarstjórnarstigsins á 21. öldinni. Að lokum mun rannsóknarstjóri setursins Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild HÍ, kynna fyrirhugaða starfsemi setursins stuttlega. Fundarstjóri er Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Dagskrá hefst kl. 15:00 stundvíslega en boðið er upp á kaffi og te frá kl 14:30. Að lokinni formlegri dagskrá verða léttar veitingar í boði setursins. Fundurinn er opinn öllum en gestir eru beðnir að skrá sig hér. Vekjum athygli á að málstofan ?Staða kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og samspil við embættismenn? verður haldin fyrr um daginn nánar tiltekið kl. 13 ? 14.30  Nánari upplýsingar um málstofuna og skráningu má finna hér.