Olga Vocal Ensemble verður með tónleika í Gamla Bankanum á Selfossi

Fréttir 13.12.2016
Olga Vocal Ensemble verður með tónleika í Gamla Bankanum á Selfossi að Austurvegi 21, miðvikudaginn 21. desember næstkomandi kl. 20:00. Olga Vocal Ensemble er alþjóðlegur sönghópur stofnaður árið 2012 í borginni Utrecht í Hollandi. Í hópnum eru tveir Íslendingar, tveir Hollendingar og Rússi sem ólst upp í Bandaríkjunum.  Strákarnir eiga það sameiginlegt að hafa allir lært hjá Jóni Þorsteinssyni. Síðustu fjögur sumur hefur hópurinn haldið í tónleikaferðlag um Ísland og þetta verður í annað sinn í röð sem þeir koma til Íslands fyrir jólin.  Olga mun flytja jólalög úr öllum áttum. Efnisskráin verður skemmtilega fjölbreytt og hentar fólki á öllum aldri. Miðaverð fyrir fullorðna er 3.000 á netinu (www.tix.is) og 3.500 kr við hurð, en eldri borgarar, öryrkjar og grunnskólabörn ára fá miðann á 2.000 kr á netinu og 2.500 kr við hurð. Þá má panta miða í síma 894-1275. Húsið opnar kl. 19:30.   Sjá líka: https://tix.is/is/event/3444/olgujol/