Ólafstorg á Laugarvatni til heiðurs Ólafi Ketilssyni
Fréttir
13.08.2013
Þann 15. ágúst 2013 eru liðin 110 ár frá fæðingu Ólafs Ketilssonar, Laugarvatni. Til heiðurs Ólafi Ketilssyni var hringtorginu á Laugarvatni gefið nafnið Ólafstorg. Gert hefur verið skilti sem sett verður á Ólafstorg og verður það afhjúpað á afmælisdegi Ólafs þann 15. ágúst n.k. kl. 18:00.
Af Ólafi Ketilssyni voru sagðar skemmtilegar sögur og varð hann, í lifanda lífi, þjóðþekkt persóna vegna tilsvara sinna og verka. Ólafur Ketilsson var mikill brautryðjandi í samgöngumálum og fólksflutningum. Hann hafi með hendi sérleyfisakstur á Laugarvatn og að Geysi og Gullfossi í yfir 50 ár.