Nýtt sorphirðudagatal tekur gildi
Fréttir
02.01.2025
Nýtt sorphirðudagatal tekur gildi nú um áramótin. Breyting verður á tíðni sorphirðu við heimili skv. ákvörðun sveitarstjórnar. Allir úrgangsflokkar verða teknir á fjögurra vikna fresti í stað þess að almennur og lífrænn úrgangur hefur verið tekinn á 3ja vikna fresti og pappír og plast á sex vikna fresti. Vonir eru bundnar við að þetta fyrirkomulag leiði til bættrar flokkunar þar sem minni líkur eru á að ílát yfirfyllist.