Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla

Fréttir 10.03.2010
Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum Laugard. 13. mars kl. 13:00 verða í fyrsta sinn haldnir sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum. Tónleikana köllum við Uppskeruhátíð og fer hátíðin að þessu sinni fram í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Dagskráin verður sem hér segir: 13:00 Fyrri hluti tónleika 13:50 Hlé (kaffisala í ráðhúsinu) 14:20 Seinni hluti tónleika 15:10 Stutt hlé 15:30 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þessir tónleikar eru hluti stærra verkefnis sem nefnist "NÓTAN-uppskeruhátíð tónlistarskóla". Að hátíðinni standa Félag tónlistarskólakennara, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Samtök tónlistarskólastjóra. Þann 13. mars verða haldnir svæðisbundnir tónleikar á fjórum stöðum á landinu, þ.e. einir fyrir Vesturland og Vestfirðir, aðrir fyrir Norðurland og Austurland, þeir þriðju fyrir Suðurland og Suðurnes og þeir fjórðu fyrir Höfuðborgarsvæðið. Laugardaginn 27. mars verða svo haldnir lokatónleikar NÓTUNNAR í Langholtskirkju í Reykjavík. Á lokatónleikunum verða flutt valin tónlistaratriði af svæðisbundnu tónleikunum.