Niðurstöður úr sveitarstjórnarkosningu í Bláskógabyggð.
Fréttir
28.05.2018
Laugardaginn 26. maí s.l. var kosning til sveitarstjórnar í Bláskógabyggð. Kjörfundir voru haldnir í Aratungu fyrir Biskupstungur og í Bláskógaskóla Laugarvatni fyrir Laugardal og Þingvallasveit. Kjörfundir byrjuðu kl. 10:00 og luku kl. 22:00. Alls voru 677 íbúar á kjörskrá. Talin atkvæði voru 562 og var því 83,01% kjörsókn. Talning atkvæða var í Aratungu að kjörfundum loknum.
Atkvæði féllu þannig:
T-listinn 340 atkvæði 5 fulltrúar kjörnir
Þ-listinn 147 atkvæði 2 fulltrúar kjörnir
N-listinn 63 atkvæði enginn fulltrúi kjörinn
Auðir seðlar voru 12 en enginn ógildur.
Eftirtaldir einstaklingar hafða verið kjörnir í sveitarstjórn Bláskógabyggðar fyrir tímabilið 2018 ? 2022:
Aðalmenn
Helgi Kjartansson T-lista
Valgerður Sævarsdóttir T-lista
Óttar Bragi Þráinsson Þ-lista
Kolbeinn Sveinbjörnsson T-lista
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir T-lista
Eyrún Margrét Stefánsdóttir Þ-lista
Róbert Aron Pálmason T-lista
Varamenn
Agnes Geirdal T-lista
Trausti Hjálmarsson T-lista
Axel Sæland Þ-lista
Gríma Guðmundsdóttir T-lista
Kristinn Bjarnason T-lista
Freyja Rós Haraldsdóttir Þ-lista
Ingibjörg Sigurjónsdóttir T-lista
Ný sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur við umboði tveimur vikum eftir kjördag.