Námskeið í Skálholtsskóla 15 og 16 apríl 2016

Fréttir 22.03.2016
Saga Ragnheiðar og Daða í tali og tónum Einstakt námskeið í Skálholti Á þessu námskeiði, sem er samstarfsverkefni Skálholtsstaðar og Fræðslunetsins, verður fjallað um hina dramatísku sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og Daða Halldórssonar og svið sögunnar í Skálholti og nærsveitum. Þá verður fluttur skáldskapur, sögur, ljóð og tónlist sem er innblásin af þessari harmrænu ástarsögu. Efnisþættir: Valdakerfi 17. aldar, Stóridómur og réttarfar, Maríuvers eftir Brynjólf biskup og Daða Halldórsson, Ragnheiður og Daði í bókmenntum, Óperan Ragnheiður, Ragnheiður þessa heims og annars, miðilsbækur, minnismerki og fleira. ? Tími: Föstudagur 15. apríl kl. 19-22 og laugardagur 16. apríl kl. 10-12.30 ? Staður: Skálholtsskóli, Skálholti Biskupstungum ? Verð: 19.500.- ? Leiðbeinendur: Gunnar Þórðarson tónskáld, Halldór Reynisson, Bjarni Harðarson og Skúli Sæland Hægt er að kaupa gistingu, málsverð og morgunverð á staðnum. Nánari upplýsingar og skráning hjá Fræðslunetinu Sími 560 2030 | netfang: fraedslunet@fraedslunet.is