Menningarverðlaun Bláskógabyggðar 2015

Fréttir 22.06.2016
Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar afhenti menningarverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 á 17. júní hátíðarhöldum sem fram fóru í Reykholti. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Gullkistunnar, miðstöð sköpunar, á Laugarvatni. Gullkistan hefur með starfsemi sinni auðgað menningu og starfsemi á Laugarvatni svo sómi sé af. Fólk víðsvegar að úr heiminum kemur á Laugarvatn til að sinna sinni sköpun. Starfsemi og hróður Gullkistunnar hefur borist víða og og nýtur starfsemin virðingar langt út fyrir landsteinana. Á myndinni  tekur Alda Sigurðardóttir við viðurkenningu frá Sigríði Jónsdóttur fulltrúa menningarmálanefndar Bláskógabyggðar. Hægt er að fræðast meira um starfsemi Gullkistunnar á heimaíðunni: www.gullkistan.is