Menningarráð Suðurlands
Fréttir
11.10.2007
Menningarráð Suðurlands
________________________________________
Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Suðurlandi
________________________________________
Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál
- Veita á styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ein úthlutun verður árið 2007, í byrjun nóvember.
- Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki til margvíslegra menningarverkefna en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.