Menningarráð Suðurlands

Fréttir 11.10.2007
Menningarráð Suðurlands ________________________________________   Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Suðurlandi ________________________________________ Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál
  • Veita á styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ein úthlutun verður árið 2007, í byrjun nóvember.
  • Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki til margvíslegra menningarverkefna en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.
Menningarráðið mun ekki veita rekstrar-, stofnkostnaðar- eða endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla. Umsóknarfrestur er til og með 26. október. Ætlunin er að tilkynna um úthlutun í byrjun nóvember. Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Suðurlands á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu SASS www.sudurland.is/sass . Hér er einnig að finna stefnu sveitarfélaga á Suðurlandi í menningarmálum og úthlutunarreglur. Allar nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, í síma 480-8207, 896-7511 eða með tölvupósti menning@sudurland.is Umsóknir skal senda, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss eða á menning@sudurland.is. Menningarráð Suðurlands