Menningararfur - skiptir hann þig máli?
Ef svarið er já, þá átt þú erindi á umræðufund um óáþreifanlegan menningararf og
kynningu á sáttmála UNESCO um verndun hans.
21. - 23. janúar verða haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir
á suðurlandi um óáþreifanlegan menningararf (menningarerfðir)
og sáttmála UNESCO um verndun hans.
Fundirnir á Hvolsvelli og á Klaustri verða í samstarfi við Brynju
Davíðsdóttur framkvæmdastjóra Kötlu Jarðvangs sem fer yfir
stöðu jarðvangsins eftir úttekt matsmanna og innleiðingu í
UNESCO Global Geoparks 2015.
Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist
reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, þorrablótum,
sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum,
útskurði og eggjatöku; að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna
með ull.
Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum
menntamálaráðuneytinsins og er markmiðið að
? koma af stað umræðu um menningarerfðir
? fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda
? fá upplýsingar um félög / hópa sem starfa á sviði menningarerfða
? kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem
landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að
vernda þær.
Fundatímar:
? Selfoss - Fjölheimar, fimmtudaginn 21. janúar kl. 18:00
? Hvolsvöllur - Hótel Hvolsvöllur, föstudaginn 22. janúar kl. 11:30 (súpufundur)
? Kirkjubæjarklaustur - Kirkjubæjarstofa, föstudaginn 22. janúar kl. 20:00
? Höfn í Hornafirði - Nýheimar, laugardaginn 23. janúar kl. 13:00
Hlökkum til að sjá ykkur
Guðrún Ingimundardóttir og Brynja Davíðsdóttir