Markaðsnámskeið ,, Lyklar að áhrifamiklu markaðsstarfi" þriðjudaginn 19. nóvember 2013

Fréttir 29.10.2013
SASS ? Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á markaðsnámskeiðið ?Lyklar að áhrifamiklu markaðsstarfi? með Þórönnu K. Jónsdóttur. Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi skýrrar stefnu í markaðsmálunum, skoðað hverra er best að selja til, hvernig best er að aðgreina sig frá samkeppninni, hugtakið brand, eða ímyndarstjórnun, útskýrt og hvernig sú aðferðafræði getur eflt markaðsstarfið til muna. Þátttakendur fá lista með helstu markaðsaðgerðum sem nýtast minni fyrirtækjum og farið verður yfir hvað þessar aðgerðir fela í sér. Námskeiðið tekur 4 klst. Skráning fer fram á www.fraedslunet.is eða í síma 560 2030. Kennari: Þóranna Kristín Jónsdóttir Lágmarksþátttaka: 6 manns Þriðjudagurinn 19. nóvember ? Félagsheimilið á Flúðum kl.16-20 Námskeiðsgjald aðeins 1.500 kr. (SASS greiðir niður námskeið, verð er 15.900 kr.)