Malbikunuarframkvæmdir 21.-22. júní, Vegna veðurs hefur verið hætt við malbikunarframkvæmdir á Þingvallavegi og Krínglumýrarbraut í kvöld og nótt.

Fréttir 18.06.2021
Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:   Mánudagskvöldið 21.júní og aðfaranótt þriðjudags 22.júní er stefnt á að malbika kafla á Þingvallavegi á milli Vinaskógar og Skálabrekkuvegar. Kaflinn er um 1.120m og verður Þinvallavegi lokað meðan á framkvæmdum stendur. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.80. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 06:00. Mánudagskvöldið 21.júní og aðfaranótt þriðjudags 22.júní er einnig er stefnt að því að fræsa og malbika vinstri akrein á Kringlumýrarbraut til suðurs. Kaflinn er um 840m og byrjar til stuttu eftir gatnamót við Hamrahlíð. Akreininni ásamt vinstri beygjuakreinum af Listabraut verður lokað á meðan framkvæmd stendur. Hámarkshraði verður lækkaður framhjá framkvæmdasvæði. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.09. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 05:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Ábyrgðarmaður veghaldara er Hallvarður 699-6450, ábyrgðarmaður verktaka er Stefán 660-1922. 8.0.80 Þingvallavegur 36-06, Kaldadalsvegur (550-01) - Grafningsvegur (360-03) (1) 8.0.09 Hafnarfjarðarvegur 40-01, Nesbraut (49-04) - Fossvogslækur