Malbikun á Laugarvatnsvegi

Fréttir 15.08.2024
Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:
Mánudaginn 19. ágúst er stefnt á malbiksframkvæmdir á Laugarvatnsvegi vestan megin við Apavatn. Kaflinn er um 3.800 m að lengd og verður hann lokaður á meðan framkvæmd stendur yfir. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 mánudaginn 19.ágúst til kl. 20:00 þriðjudag 20. ágúst. Hefjist svo aftur 08:00 miðvikudaginn 21.ágúst og standi yfir til kl. 18:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.