Loftgæðamælir í Reykholti

Fréttir 07.08.2020
Umhverfisstofnun hefur sett upp loftgæðamæli í Reykholti. Fyrir um ári síðan ályktaði sveitarstjórn að nauðsynlegt væri að koma upp slíkum mæli í sveitarfélaginu en síðustu ár og áratugi hafa loftgæði í sveitarfélaginu verið mjög slæm við vissar aðstæður en engar mælingar hafa verið til staðar. Í miklu þurrviðri hefur mikið magn jarðefna borist ofan af hálendi og þá sérstaklega af svæðinu í kringum Hagavatn. Því er fagnaðarefni að loftgæðamælir skuli hafa verið settur upp svo hægt sé fylgjast með loftgæðum og áhrifum þess á heilsu fólks. Hægt er fylgjast með loftgæðamælinum með því að fara inná www.loftgaedi.is og leita að Reykholti. Hér á myndinni er Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun við loftgæðamælinn.