Litli - Bergþór komin á www.timarit.is

Fréttir 11.09.2012
Ungmennafélag Biskupstungna gerði í sumar samning við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn um að mynda/skanna öll eintök af Litla-Bergþóri frá upphafi. Nú eru öll tölublöðin geymd og varðveitt hjá safninu og er m.a. hægt að nálgast öll blöðin á www.timarit.is án endurgjalds. Stjórn Ungmennafélagsins er stolt af því að hafa farið í þetta verkefni því þarna er mikill fróðleikur um mannlíf í Biskupstungunum gerður aðgengilegur með einföldum hætti sem vonandi mun nýtast flestum um ókomna framtíð. Til að hægt væri að ráðst í þetta verkefni þurfti góða bakhjarla en Verkefnasjóður HSK og Menningarráð Suðurlands styrktu félagið myndarlega og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Stjórn félagsins hvetur þá sem ekki eru áskrifendur að Litla-Bergþór til að gerast áskrifendur og treysta þar með grundvöll fyrir frekari útgáfu í framtíðinni. Það skal tekið fram að nýjustu blöðin verða ekki aðgengileg á www.timarit.is fyrr en þau eru a.m.k. tveggja ára gömul. Stjórn Ungmennafélags Biskupstungna   Smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast Litla Bergþór einnig er linkur þar sem  hægt er að nálgast slóðina. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=884&lang=is