Listasafn Árnesinga, jóladagskrá 1. des kl 20
Fréttir
29.11.2017
Jóladagskrá í máli, mynd og músík ? ókeypis aðgangur, allir velkomnir, kaffi/te og piparkökur. Þetta er samstarfsverkefni Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði.
Sönghópurinn Lóurnar flytja jólalög, brugðið verður á leik með Helgu Jóhannesdóttur í tengslum við bók hennar Litagleði, í safninu er myndlistarsýningin Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir og lesið verður úr eftirfarandi bókum:
- Tímagarðurinn eftir Guðmund S. Brynjólfsson er saga af leit. Dregin er upp sýn á reynsluheim íslenskra karlmanna og heimsborgarinn og róninn koma líka við sögu.
- Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur er uppgjör konu á krossgötum. Með eftirsjá hugsar hún um árin sem liðu hjá og tækifærin sem hún greip ekki ? en bíða ný tækifæri handan við hornið?
- Kaldakol eftir Þórarinn Leifsson, dregur upp fjarstæðukennda atburðarás sem við nánari athugun á sér þó ýmsar samsvaranir við samtímann. Fjárfestingarfélagið Kaldakol undirbýr stærstu Íslandskynningu sína þegar jarðhræringar verða og almannavarnir undirbúa rýmingu landsins.
- Walden eða Lífið í skóginum eftir H.D. Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur með formála eftir Gyrði Elíasson hefur veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda allt frá því bókin kom fyrst út árið 1854.
- Helgi. Minningar Helga Tómassonar ballettdansara, sem rituð er af Þorvaldi Kristinssyni, er heillandi saga um sársauka og gleði, fórnir og sigra manns sem náð hefur lengra í list sinni en flestir aðrir Íslendingar.