Leikskólakennari óskast

Fréttir 04.12.2017
Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir leikskólakennara í 100 % stöðu frá og með 2 janúar 2017 í tveggja deilda leikskóla, sem rúmar allt að 37 börn samtímis, frá 12 mánaða til 6 ára. Leikskólinn er staðsettur í Bláskógaskóla í Reykholti Biskupstungum og starfar í anda Reggio Emilia stefnunnar. Það eru spennandi tímar framundan, þar sem á döfinni er bygging nýs leikskóla. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan staðblæ og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leik- og grunnskólans í Reykholti. Ef þú ert til í að taka þátt í spennandi verkefni, ert glaðlynd/ur með mikinn metnað, sveigjanleg/ur og með einstaklega góða hæfileika í mannlegum samskiptum, þá hvetjum við þig til að sækja um. Umsóknir sendast á netfangið reginarosa@blaskogabyggd.is Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2017 Við hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um Upplýsingar veitir Regína Rósa Harðardóttir leikskólastjóri í síma 480-3045 og 661-0053