Laus störf í Bláskógaskóla á Laugarvatni

Fréttir 03.05.2024

Bláskógaskóli á Laugarvatni er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundarstarfi. Nemendur eru á aldrinum 1 árs upp í 10.bekk og þar af eru 27 börn í leikskóladeild og 53 í grunnskóla-deild. Skólinn er Grænfána skóli og leggur áherslu á teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, útikennslu og heilsueflingu. Uppeldisstefna skólans er ,,Uppeldi til ábyrgðar“ og leikskóladeild vinnur út frá kenningum um ,,Flæði“.

 

Umsjónarkennari í 100% stöðu:

Kennarar í grunnskóladeild starfa eftir starfslýsingu grunnskólakennara.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu.
  • Góð færni í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Vilji til þátttöku í samstarfi og teymiskennslu.
  • Áhugi á útinámi og að þróa sig í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Vilji til að gera góðan skóla betri.

Fáist ekki kennari er möguleiki að ráða leiðbeinanda tímabundið.

 

Stuðningsfulltrúi í 75-100 % stöðu:

Starfsmaður vinnur eftir starfslýsingu stuðningsfulltrúa.

Matráður í 60-100 % stöðu:

Starfsmaður vinnur eftir starfslýsingu matráðs.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð færni í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Vilji til þátttöku í samstarfi og teymiskennslu.
  • Áhugi á útinámi og að þróa sig í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Vilji til að gera góðan skóla betri.

 

Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð. Störfin henta einstaklingum óháð kyni. Ráðið er til starfa frá og með 1.ágúst 2024. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja kynningarbréf, yfirlit yfir nám og fyrri störf og leyfisbréf fyrir starfsheitið kennari.

 

Nánari upplýsingar gefur Íris Anna Steinarrsdóttir skólastjóri í síma 480-3030. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra á netfangið irisanna@blaskogaskoli.is . Umsóknarfrestur er til 17.maí 2024.